Lifandi logi

– námskeið til uppbyggingar á trúargöngunni

Í þessu einstaka námskeiði fyrir Kyrrðarbænariðkendur er boðið upp á sjö daga þar sem andlegu málin eru brotin til mergjar. Námskeiðið fer fram á tímabilinu september 2020 – apríl 2021 og er leitt af þar til bærum leiðbeinendum frá Contemplative Outreach.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Living Flame hjá Contemplative Outreach og Fræðslusvið Biskupsstofu. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku en umræður í hópum og stór hluti af námsgögnum verða á íslensku. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom.

Námskeiðið er ein heild og þátttakendur mæta sjö laugardaga (september – apríl) frá kl. 12:00 – 17.10. Námgögn, upplýsingar ásamt leiðbeiningum um Zoom

Dagsetningar og umfjöllunarefni

26. sept. Að dýpka Kyrrðarbænariðkunina – Marilyn Webb

 • Bænarorðið (orð, andardráttur, helgimynd).
 • Upphaf og lok Kyrrðarbænarstundar.
 • Lifandi bænasetning.

24. okt. Biblíuleg íhugun (Lectio Divina) – Mike Potter

 • Þessi bænaaðferð, sem er í fjórum skrefum, er gaumgæfð og prófuð.
 • Aðferð skólaspekinnar – formföst bæn.
 • Að byggja upp tengsl.

21. nóv. Ástand mannsins (The Human Condition) – Rickey Cotton

 • Það sem einkennir ástand mannsins í heiminum er skoðað.
 • Dæmi um fölsk sjálf andstætt hinu sanna sjálfi.
 • Afbygging hamingjuforritanna.

30. jan. Sálfræðimeðferð Guðs – Jenny Adamson

 • Að skilja hringstigann (spíralinn).
 • Heilunarferlið sem Kyrrðarbænin vekur.

27. feb. Hin myrka nótt sálarinnar: Nótt skynhrifanna – Susan Komis

 • Biblíuleg eyðimerkurreynsla.
 • Umskipti á andlegu vegferðinni og dýpkandi samband við Guð.
 • Sígild tákn og freistingar í Nótt skynhrifanna.

13. mars Fagnaðarbænin – Jim McElroy

 • Að samþykkja líðandi stund.
 • „Að láta af en leyfa Guði“ í hversdeginum.
 • Að hlusta á visku líkamans.
 • Að taka allri reynslu opnum örmum og umfaðma þanning nærveru Guðs hið innra.

17. apríl Greining – Maureen Hanley

 • Mismunandi stig greiningar.
 • Okkar vilji/Guðs vilji.
 • Algengar hindranir.