12 sporin

Kyrrðarbæn hefur reynst fólki í tólf spora starfi mjög vel sem ellefta sporið. Fjöldi fólks í bata leggur nú þegar stund á þessa bænaleið. Í tengslum við tólf spora starfið hefur verið boðið upp á kyrrðardaga og námskeið.

Kyrrðarbænin er góð leið til að styrkja vitundarsamband okkar við Æðri mátt okkar í ellefta sporinu. „Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu …“ snýst um þá viðleitni okkar að vera í sambandi við Æðri mátt okkar. Margir hafa reynslu af að hafa dýpkað samband sitt við sinn Æðri mátt með iðkun Kyrrðarbænarinnar.

Þetta snýst um þig og þinn Guð „samkvæmt skilningi þínum.“ Það er ekki verið að reyna að breyta þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í 12 spora kerfinu heldur að  styrkja þær og veita frekari stuðning.

Hér til hægri má finna bækling um Kyrrðarbæn sem hefur verið aðlagaður að hugmyndafræði 12. sporana.