Íhugunarguðsþjónustur

Fyrsta íhugunarguðsþjónustan var haldin í kjölfarið af Kyrrðardögum í Neskirkju í september 2017. Í framhaldinu flökkuðu umsjónarmenn á milli hina ýmsu safnaða með það að markmiði að sem flestir gætu notið þessara stunda. Nú eru þær samstarfsverkefni Vídalínskirkju og Laugarneskirkju og fara oftast fram í þeim kirkjum en eru þó ekki eingöngu bundnar við þær. Íhugunarguðsþjónustur eru haldnar u.þ.b. einu sinni í mánuði.

Í íhugunarguðsþjónustum er lögð áhersla á kyrrð, íhugun og einfalda söngva. Þar er m.a. iðkuð kyrrðarbæn og Lectio Divina.

Fylgist með íhugunarguðsþjónustum á Facebook á síðunni Íhugunarguðsþjónustur.

Umsjón með íhugunarguðsþjónustum hafa:

  • Henning Emil Magnússon,  henning(hjá)gardasokn.is
  • Hjalti Jón Sverrisson,  hjaltijon(hjá)laugarneskirkja.is