Kyrrðardagar í Skálholti
Á hverju ári bjóða Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi uppá kyrrðardaga í Skálholti, langa helgi eða vikudvöl þar sem lögð er áhersla á iðkun Kyrrðarbænarinnar, Jóga, Jóga Nidra djúpslökun, fræðslu, hvíld og/eða útiveru. Undanfarin ár hafa þeir verið haldnir í janúar og apríl ár hvert. Njóta þeir mikillar vinsældar og færri komast að en vilja. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, djúpslökun, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir líkama, sál og anda.
Í janúarmánuði er boðið uppá langa helgi frá fimmtudagseftirmiðdegi til sunnudags en í aprílmánuði er boðið uppá annars vegar langa helgi og/eða vikudvöl frá fimmtudagseftirmiðdegi til miðvikudags.
Verð frá 1. jan. 2021: Vikudvöl: kr. 85.000. Löng helgi: kr. 47.500.
Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullt fæði.
Umsjón: Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar ásamt jógakennara.
Skáning fer fram á heimasíðu Skálholts www.skalholt.is.
Nánari upplýsingar varðandi kyrrðardagana má fá hjá neðangreindum:
- Arndís, S. 866-8947, arndis.linn@lagafellskirkja.is
- Sigurbjörg, S. 861-0361, sigurth@simnet.is