Lifandi logi 2

– námskeið til uppbyggingar á trúargöngunni

Í framhaldi af einstöku námskeiði Lifandi Loga  sem fór fram frá september 2020 til apríl 2021 er nú verið boðið uppá Lifandi Loga 2 sem er síðari hluti þess efnis sem Contemplative Outreach býður uppá.   Námskeiðið fer fram á tímabilinu september 2021 – apríl 20221 og er eins og fyrra námskeiðið leitt af þar til bærum leiðbeinendum frá Contemplative Outreach.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir námskeiðinu í samstarfi við Living Flame hjá Contemplative Outreach og Fræðslusvið Biskupsstofu. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku en umræður í hópum og stór hluti af námsgögnum verða á íslensku. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom.

Námskeiðið er ein heild og þátttakendur mæta sjö laugardaga (september – apríl) frá kl. 12:00 – 17.10. Námgögn, upplýsingar ásamt leiðbeiningum um Zoom

Dagsetningar og umfjöllunarefni

18. september  Aftur til upphafsins – Richard Bonacci
• Hugleiðsluarfur kristninnar
• Eyðimerkurfeðurnir og -mæðurnar
23. október  Biblíuleg íhugun – Mike Potter og Lesley O’Connor
• Að íklæðast orði Guðs
• Að hugleiða líf sitt í bæn
• Að eiga nánara samfélag við Krist í dagsins önn
20. nóvember  Líf í hugleiðslu – Cherry Haisten
• Bústaður Guðs hið innra með okkur
• Hinar guðfræðilegu dyggðir
• Ávextir og gjafir Andans
• Hvernig daglegt líf umbreytist fyrir tilstilli Kyrrðarbænarinnar
8. janúar  Fyrirgefningarbænin – Nancy Cord-Baran
• Fyrirgefningarferlið
• Að fara með fyrirgefningarbæn
• Að hleypa Guði að í samböndum
• Hagnýt atriði varðandi Fyrirgefningarbænina
12. febrúar Sálufélag – Marilyn Webb
• Andleg leiðsögn (e. spiritual direction)/sálufélag
• Saga og guðfræði sálufélgs (e. soul friending)
• Sálufélag og Kyrrðarbænahópar
12. mars Sálfræðilega reynsla af Kyrrðarbæninni – Mary Dwyer
• Andlega vegferðin í ljósi sálfræðinnar
• Kraftar undirvitundarinnar skoðaðir nánar
• Vöxtur og þroski mannsins af sjónarhóli hugleiðslu
9. apríl Hin myrka nótt Andans – Jenny Adamson
• Að sleppa tökunum á síðustu hindrununum á andlegu vegferðinni
• Undirbúningur fyrir hina umbreytandi sameiningu (e. Transforming Union)
• Tíu þrep kærleiksstigans
• Mismunandi stig lífs í einingu (e. Unitive Life)