Fagnaðarbæn

Welcoming Prayer

„Þú þarft að losa um þær tilfinningar sem styðja hið falska sjálf á meðvitaðan hátt.“ Þannig leiðbeinir Thomas Keating iðkendum Kyrrðarbænarinnar í hinu sígilda verki sínu, Vakandi hugur, vökult hjarta, en það fjallar um fagnaðarerindið í ljósi íhugunar. Með Fagnaðarbæninni gefst kostur á að gera þessi orð hans að veruleika.

Skilgreining

Fagnaðarbænin er aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.

Tilgangur

Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur við að losa um þær tilfinningar sem styðja falska sjálfið og lækna þannig þau sár sem við höfum hlotið á lífsleiðinni. Þetta er gert með því að takast á við þær þar sem þær eru geymdar, í líkamanum. Með þessu móti má segja að Fagnaðarbænin fullkomni umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni.

Frelsi undan „falska sjálfinu“

Með Fagnaðarbæninni gefst okkur tækifæri til að taka ákvarðanir í lífinu sem ekki eru á valdi hins falska sjálfs. Það er tekin er meðvituð ákvörðun í stað þess að bregðast við á ómeðvitaðan hátt. Heilagur andi veitir okkur styrk til að bregðast á viðeigandi hátt við sérhverjum aðstæðum sem koma upp í lífi okkar, eins frjáls og af eins miklum kærleika og mögulegt er hverju sinni.

Saga Fagnaðarbænarinnar

Mary Mrozowski er höfundur Fagnaðarbænarinnar. Hún er ein af stofnendum Contemplative Outreach samtakanna og náinn samstarfsmaður Thomasar Keating. Hún byggði bænina á hinu klassíska 17. aldar riti Abandonment to Divine Providence, eftir Frakkann Jean-Pierre de Caussade, ásamt kenningum Thomasar Keating og sinni eigin reynslu af Kristsvitundinni sem felst í því að gefast Guði. Þessi bænaleið reyndist svo öflug að innan skamms var boðið upp á hana hvarvetna þar sem Contemplative Outreach starfar.

Fagnaðarbænin er öflug leið til að vera í núinu, án skilyrða og gefast um leið Guði á þann hátt sem við gerum í Kyrrðarbæninni.

Rev. Dr. Cynthia Bourgeault

Sú reynsla sem Guð færir okkur á hverju augnabliki er okkar besta og helgasta reynsla.

Jean-Pierre de Caussade
Að gefast Guði í dagsins önn
Mary Mrozowski, höfundur Fagnaðarbænarinnar