Íhugunarkapellan

Íhugunarkapellan er bænahópur sem iðkar Kyrrðarbæn saman í gegnum tölvurnar. Það er erfitt að koma orðum að því hversu sterk tengslin eru og nálægðin mikil þó svo að þátttakendur séu staddir víðsvegar á landinu og jafnvel erlendis.

Fyrsta bænastundin í Íhugunarkapellunni var 18. mars 2020 þegar samkomubann var vegna COVID19. Stundirnar voru öllum opnar og 20 – 30 manna hópur kom saman á hverjum virkum degi í nokkrar vikur.

Eftir samkomubann stefnum við á að bjóða upp á bænastundir í Íhugunarakapellunni einu sinni til tvisvar í viku.

Slóðina og lykilorðið til að tengjast Íhugunarkapellunni má finna á viðburðum á Facebooksíðu Kyrrðarbænasamtakanna, Kyrrðarbæna á Íslandi eða í fréttum á forsíðu heimasíðunnar.

Leiðbeiningar til að tengjast Íhugunarkapellunni
  1. Settu slóðina í vefvafrann (browser) eða smelltu á hlekkinn sem gefin er upp og settu inn lykilorðið þegar beðið er um það.
  2. Ef til vill kemur felligluggi úr vafranum og þá er ýtt á Open Zoom Meetings.
  3. Ef valmöguleikinn um á að vera í mynd (video) og með hljóð (audio) skaltu endilega velja það. (Þegar tengsl hafa myndast er hægt að setja bendilinn yfir myndina af sér og setja á mute eða unmute sem er valið eftir því hvort heyrast á í ykkur eða ekki).
  4. Þegar þú hefur gert þetta birtast á skjánum hjá þér þeir sem mættir eru í kapelluna.
  5. Leiðbeinendur, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon verða mætt 30 mínútum fyrr og ef illa gengur má hringja í þau til að fá aðstoð: 661 7719 / 663 6606.
  6. Það er hægt að tengjast í gegnum snjallsíma (þá þarf app) en betra að hafa stærri skjái eins og í far- eða borðtölvum. Aðeins þeir sem logga sig inn geta séð og heyrt það sem fram fer.
  7. Chrome – vafri styður vel við hljóðið. Stundum þarf að fara í stillingar og setja hljóðið á.