Invitation to Love eftir Thomas Keating er nú komin út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups. Skálholtsútgáfan er útgefandi og íslenskur titill bókarinnar er Leiðin heim.
Leiðin heim sýnir hvernig reglubundin ástundun kristinnar íhugunar getur hrundið af stað bataferli sem kalla mætti „hina helgu meðferð“. Bókin sýnir í hnotskurn hvernig kyrrðarbænin getur orðið að hagnýtu verkfæri til að læra að játast sjálfum sér og dýpka sambandið við Guð. Þeir sem gefast ekki upp á þeirri vegferð uppskera innri frið og jafnvægi sem á sér engan sinn líka.
Í bókinni leitast Keating við koma á samtali milli innsæis sálarfræði samtímans og sístæðra, kristinnar trúarhefða. Það er mikið fagnaðarefni fyrir alla sem stunda Kyrrðarbæn, einhverskonar hugleiðslubæn eða bænalíf almennt að fá þessa bók þýdda. Þýðing Karls er einstaklega falleg og í raun þrekvirki.
Hægt er að kaupa bókina á aðeins 3.200 kr. hjá Skálholtsútgáfunni eða á heimasíðu Kyrrðarbænasamtakanna.