Boð frá Guði með Thomas Keating (DVD diskur)

12.000 kr

Kaupa DVD

Í fyrsta sinn á Íslandi hefur efni á DVD diski eftir séra Thomas Keating verið textað á íslensku. Um er að ræða viðtal sem danskur kvikmyndagerðarmaður Marie Louise Lefevre tók við séra Thomas Keating árið 2006 um andlega vegferð mannsins og þess að öll erum við samtengd í líkama Krists. Af þessum sjónarhóli setur Keating fram kristna guðfræði sem er lifandi, víðsýn, full samúðar og laus við alla bókstafshyggju.

Í myndinni kynnir Keating hina kristnu bænaleið, Kyrrðarbæn en það er hugleiðslubæn (þögul/orðlaus) sem er sambærileg við austrænar útgáfur af hugleiðslu. Keating útskýrir mikilvægi bænarinnar fyrir þann sem ástundar hana og þau áhrif sem iðkun hennar hefur á það hvernig við lifum lífinu. Kyrrðarbænin er mótuð af mikilli þekkingu Keatings á nútíma sálfræði. Hann kemur auga á hvernig andlegt sjónarhorn getur rutt brautina að sambandi okkar við Guð, samferðafólk okkar og okkur sjálf, sambandi sem er laust við dómhörku.

Diskurinn hefur að geyma átta þætti sam fjalla um:

  1. Fimm stig vitundarinnar.
  2. Biblíulega íhugun (Lectio Divina).
  3. Kyrrðarbæn.
  4. Að biðja í leynum (Matt.6.6)
  5. Kyrrðabæn og sálfræðimeðferð Guðs.
  6. Hringstiginn og páskaundrið.
  7. Veislan mikla. Öllum er boðið.
  8. Samtal á milli trúarbragða og guðshugtakið.

Vandaður bæklingur á íslensku fylgir hverjum diski þar sem hver þáttur er útskýrður.

Gefum Gail Fitzpatric-Hopler fyrrv. forsteta Contemplative Outreach Ltd. orðið: Það er fjöldi fólks um allan heim sem ekki hefur hugmynd um hugleiðslustarf kristninnar, Kyrrðarbænina eða hina andlegu vegferð og getur þetta efni orðið til þess að kynna þessa hluti fyrir því. Diskurinn getur einnig komið þeim sem starfa nú þegar í Kyrrðarbænasamtökunum og hafa lagt stund á Kyrrðarbænina um árabil, að góðu gagni. Það eru ekki aðeins samtöl Marie Louise við séra Thomas sem munu snerta við fólki heldur líka fegurð myndarinnar sem tjáir svo fallega um hvað líf í hugleiðslu snýst. Það er undravert að sitja og horfa á lítinn vatnsdropa bara drjúpa og hvernig það opnar augu manns fyrir nærveru Guðs alls staðar.

Hér er hægt að kaupa diskinn í gegnum öruggt vefsvæði hjá Valitor. Heimsending innanlands er innifalin í verðinu.