Vegna þess að færri komust að en vildu á námskeiðið um fyrirgefninguna í Skálholti í september sl. hafa Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ákveðið að bjóða upp á annað námskeið í 18. – 21. febrúar 2021 einnig haldið í Skálholti. Hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ (sjá www.kyrrdarbaen.is) verður iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Að dvelja í þögninni er partur af námskeiðinu, með því skapast ákjósanlegt rými til líkamlegrar og tilfinningarlegrar úrvinnslu.

Einnig verða í boði léttar flæðandi Jógaæfingar ásamt Jóga Nidra djúpslökun.

Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, sál og anda og styður þar af leiðandi fullkomlega við þá upplifun sem á sér stað í gegnum ferli fyrirgefningarinnar.

Mæting: Fimmtudaginn 18. febrúar, kl. 17:30. Dagskránni lýkur sunnudaginn 21. febrúar kl. 14:00.

Umsjón: Sr. Elínborg Gísladóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.

Verð: kr. 47.500,-. Innifalið í verðinu er námskeið, námskeiðsgögn, fullt fæði og sér herbergi með baði.

Hægt er að sækja um styrk í flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga.

Skráning fer fram á vef Skálholts www.skalholt.is,. Leiðsögn um skráningu er hjá framkvæmdatjóra í síma 486-8870.

Nánari upplýsingar um námskeiðið hjá Elínborgu á netfanginu srelinbor@simnet.is  eða í síma 696-3684 eða Sigurbjörgu á netfanginu sigurth@simnet.is eða í síma 861-0361.