Námskeið í Kyrrðarbæn
Kyrrðarbænasamtökin standa reglulega fyrir dagsnámskeiði um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) sem er byggt á bók Thomas Keating, Vakandi hugur, vökult hjarta.
Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem snýst um að dvelja í nærveru Guðs og samþykkja verkan heilags anda hið innra. Þótt aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Námskeiðið byggist upp á fjórum fyrirlestrum:
- Bæn er samfélag við Guð.
- Aðferð Kyrrðarbænarinnar.
- Hugsanir og notkun bænarorðsins.
- Að dýpka samfélagið við Guð.
Auk þeirra er Kyrrðarbænin iðkuð tvisvar á námskeiðinu og þátttakendum gefst tækifæri til að tjá sig um upplifun sína og spyrja spurninga sem kunna að vakna.
Námskeiðið hentar jafnt þeim sem eru byrjendur sem þeim sem hafa iðkað kyrrðarbæn í einhvern tíma en vilja dýpka skilning sinn á henni.
Á öðru Vatikan þinginu á sjöunda áratug 20. aldarinnar var hvatt til þess að íhugunararfleið kristinnar trúar yrði gerð aðgengileg nútíma fólki. Það voru þrír munkar sem svöruðu þessu kalli, þeir William Meninger, Basil Pennington og Thomas Keating sem þróuðu aðferð Kyrrðarbænarinnar. Það sem liggur til grundvallar þessarar aðferðar er Lectio Divina (Biblíuleg íhugun) samkvæmt klausturaðferðinni, 14. aldar ritið The Cloud of Unknowing eftir óþekktan höfund og fleiri rit t.d. eftir John Cassian, Francis de Sales, Teresa frá Avila, Jóhannes af Krossi, Therese of Lisieux og Thomas Merton. Síðast en ekki síst eru það orð Jesú úr fjallræðunni sem liggur til grundvallar Kyrrðarbæninni:
En þegar þú biðst fyrir skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. (Matt.6.6).
Námskeiðið fer yfirleitt fram á laugardegi frá kl. 10 – 15. Það hefur einnig farið fram í gegnum fjarskiptabúnaðinn Zoom og þá í tveimur hlutum. Námskeiðsgögn og léttur hádegisverður er innifalinn í verðinu sem er ávallt stillt í hóf.
Kynning á Kyrrðarbæn
Leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar bjóða einnig upp á stutta kynningu á Kyrrðarbæninni t.d. 20 mínútna langa sem gæti verið tilvalið fundarefni á samkomum eða fundum.
Óskar þú eftir að haldið verði námskeið eða kynning á Kyrrðarbæn í þínu nærumhverfi? Sendu okkur þá línu: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is
Leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar
Nafn | Sími | Netfang |
---|---|---|
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn | 866-8947 | arndis.linn@kirkjan.is |
Bára Friðriksdóttir | barafrid@simnet.is | |
Bylgja Dís Gunnarsdóttir | 661-7719 | bdgsopran@gmail.com |
Dagmar Ósk Atladóttir | 863-6901 | dagmaroskatla@gmail.com |
Elínborg Gísladóttir | 696-3684 | srelinborg@simnet.is |
Erla Björg Káradóttir | 899-3839 | erla@erlabjorg.com |
Guðrún Fríður Heiðarsdóttir | 863-0595 | gudrunfridur@gmail.com |
Henning Emil Magnússon | 663-6606 | henning@gardasokn.is |
Hjalti Jón Sverrisson | 849-2048 | hjaltijon@laugarneskirkja.is |
Ingigerður A. Konráðsdóttir | 820-1851 | berjarimi29@hotmail.com |
Ingunn Björnsdóttir | ingunnbjornsdottir@simnet.is | |
Margrét Guðjónsdóttir | 864-9658 | margud@internet.is |
Sigurbjörg Þorgrímsdóttir | 861-0361 | sigurth@simnet.is |
Ragnheiður Jónsdóttir | ragnheidur.jonsdottir@kirkjan.is | |
Þorvaldur Halldórsson Margret Scheving |
699-5709 | margretscheving@simnet.is |