Námskeið í Fagnaðarbæn

Mary Mrozowski, ein af stofnendum Contemplative Outreach, er höfundur Fagnaðarbænarinnar. Aðferðina byggði hún á hinu klassíska 17. aldar riti Abandonment of Divine Providence eftir Jean – Pierre de Caussade ásamt kenningum Thomas Keating um að gefast Guði í dagsins önn.

Fagnaðarbæn er aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.

Námskeiðið hjálpar þátttakendum að koma auga á það sem er hulið í undirmeðvitundinni og leiða það til meðvitundar svo hægt sé að bregðast við með hjálp Fagnaðarbænarinnar. Þessi einstaka bænaraðferð hjálpar til við að losa um þær tilfinningar sem styðja falska sjálfið og lækna þannig þau sár sem við höfum hlotið á lífsleiðinni. Það er gert með því að takast á við tilfinningarnar þar sem þær eru geymdar þ.e.a.s. í líkamanum. Fagnaðarbænin fullkomnar umbreytinguna sem hefst með Kyrrðarbæninni.

Fagnaðarbænin er iðkuð á námskeiðinu og þátttakendum gefst tækifæri til að tjá sig um upplifun sína og spyrja spurninga sem kunna að vakna.

Um er að ræða dags námskeið, yfirleitt haldið á laugardegi frá kl. 09:00 til 17:00. Innifalið er námskeiðsgögn og matur. Verðinu er ávallt stillt í hóf.

Óskar þú eftir að haldið verði námskeið í Fagnaðarbæn í þínu nærumhverfi, sendu okkar þá línu: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is

Leiðbeinendur Fagnaðarbænarinnar:

Nafn Sími Netfang
Bylgja Dís Gunnarsdóttir 661-7719 bdgsopran@gmail.com
Sr. Elínborg Gísladóttir 696-3684 srelinborg@simnet.is
Sigurbjörg Þorgrímsdóttir 861-0361 sigurth@simnet.is