Námskeið í Biblíulegri íhugun

Námskeiðið í Biblíulegri íhugun (Lectio Divina) er byggt á bókinni The Transforming Power of Lectio Divina eftir Maria Tasto.

Lectio Divina á rætur að rekja til hebreskar aðferðar við að hugleiða ritningarnar sem nefnist haggadah. Aðferðin hefur varðveist í kristinni hefð og liggur hún meðal annars til grundvallar aðferð Kyrrðarbænarinnar. Biblíuleg íhugun og Kyrrðarbænin eru bænaaðferðir sem eru nátengdar, þær styðja við hvor aðra þó þær séu að mörgu leiti ólíkar en það er áhugavert að skoða hvernig þær vinna saman.

Biblíulega íhugun er hægt að iðka með aðferð skólahefðarinnar eða klausturhefðarinnar. Á námskeiðinu er farið í muninn á þessum tveimur hefðum en lagt meiri áherslu á klausturhefðina þar sem hún tengist hinni kristnu íhugunarhefð sterkari böndum. Farið er í hvert skref Biblíulegrar íhugunnar fyrir sig þ.e. lestur/lectio, hugleiðsla/meditatio, svar/oratio og hvíld/contemplatio.

Biblíuleg íhugun er lestur sem gengur út á gæði umfram magn, við hlustum með hjartanu og erum opin fyrir því hvernig textinn talar inn í aðstæður okkar. Með því að hlusta á orð Guðs í Biblíuleg íhugun auðgast samband okkar við Guð. Orðið mótar okkur í að vera orð Guðs í heiminum.

Námskeiðið byggist upp á fjórum fyrirlestrum og iðkun á Biblíulegri íhugun þannig að þátttakendur upplifa hana sjálfir og gefst tækifæri til að tjá sig og spyrja spurninga sem kunna að vakna.

Kynning á Biblíulegri íhugun

Leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar bjóða einnig upp á stutta kynningu á Biblíulegri íhugun t.d. 20 mínútna langa sem gæti verið tilvalið fundarefni á samkomum eða fundum. 

Óskar þú eftir að haldið verði námskeið eða kynning í Biblíulegri íhugun í þínu nærumhverfi? Sendu okkur þá línu: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is

Leiðbeinendur í Biblíulegri íhugun

Nafn Sími Netfang
Bylgja Dís Gunnarsdóttir 661-7719 bdgsopran@gmail.com
Henning Emil Magnússon 663-6606 henning@gardasokn.is