Til að byrja með er mælt með iðkun kyrrðarbænarinnar í 20 mínútur, tvisvar sinnum á dag. Best er að biðja fyrri bænina á morgnanna, áður en erill dagsins hefst og svo aftur seinnipartinn eða undir kvöld. Eftir því sem bænin verður stöðugri og samband þitt við Guð dýpkar getur þú fundið að bænin kallar á þig og þá er hægt að lengja tímann. Það hefur einnig góð áhrif á iðkunina að sækja bænahóp reglulega sem og kyrrðardaga.