Hér á heimasíðunni eru ýmsar upplýsingar um kyrrðarbænina, bæði hvað hún er og hvernig hægt er að stunda hana. Grunnupplýsingar er að finna hér og hér, þá er mjög gott að lesa bækling um kyrrðarbænina sem hægt er að finna hér og að síðustu er grein Guðrúnar Eggerstdóttur einstaklega góður grundvöllur, hægt er að sjá hana hér.

Í öllum bænahópunum er boðið uppá kennslu áður en bænarhópurinn sjálfur hefst. Þeir sem eru nýjir mæta þá fyrr og fá leiðbeiningar og útskýringar á aðferðinni áður en þeir prófa svo að taka þátt í bænastundinni sjálfri.

Reglulega eru svo haldin grunnnámskeið í kyrrðarbæninni þar sem farið er yfir grundvöllin, hvaðan bænin er sprottinn, hvert er markmið hennar og hvernig hún er stunduð. Námskeiðin er öll auglýst hér á síðu kristinnar íhugunnar. Þá er einnig hægt að skrá sig á póstlista á netfangið sigurth@simnet.is en á hann er sendur póstur að minnsta kosti einu sinni í viku.