Laugardaginn 31. janúar verður kyrrðardagur í Grensáskirkju. Þetta er kærkomin stund í þögn, endurnæringu, að líta inn á við og til hins æðra. Samveran er frá kl 10 – 16 og hefst með kynningu og tvöfaldri 20 mín kyrrðarbæn með gönguíhugun á milli. Það verður léttur hádegisverður, hvíldartími, innleiðsla í fagnaðarbæn og samfélag um borð Guðs. Það er gott að hafa með sér teppi eða dýnu fyrir hvíldina fyrir þau sem vilja og/eða útivistarföt, bók eða íhugunarefni, einnig verður lesefni að glugga í á staðnum.

Gengið er inn í þögnina að kynningu lokinni og hún rofin eftir altarisgöngu þar sem gefst færi á samtali. Umsjón hafa Bára Friðriksdóttir, Ingunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir en þær hafa allar kennsluréttindi í kyrrðarbæn. Verð er 4.500 krónur og er hádegisverður innifalinn. Lagt er inn á 0114-26-001513 kt. 450613-1500.

Skráning hér.

6. janúar 2026

Deildu þessari færslu.