
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi andaðist 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún lyfti grettistaki við að koma kyrrðarbæninni á framfæri ásamt öðrum kristnum íhugunaraðferðum, með útgáfu ýmiss efnis, námskeiðahaldi og kyrrðardögum. Á vegferð sinni var Bylgja með kyrrðarbænarhópa á höfuðborgarsvæðinu. Hún miðlaði af sköpunargáfu sinni, hugmyndaauðgi, næmni og hlýju sem hefur elft Kyrrðarbænarsamtökin.
Stjórnin þakkar Bylgju Dís fyrir gróskumikið starf fyrir samtökin og vottar ástvinum hennar djúpa samúð. Hennar verður sárt saknað.
7. september 2025