KYRRÐARBÆNARAPP Á ÍSLENSKU 

Nú er hægt að hala niður Kyrrðarbænarappinu með því að leita að KYRRÐARBÆN í Playstore eða Appstore. Appið er frítt. Hugsanlega er þetta fyrsta hugleiðslu- og bænaappið á íslensku, þið megið endilega leiðrétta mig ef það er rangt.
Kyrrðarbænarsamtökin á Íslandi fengu rausnarlegan styrk frá Contemplative Outreach til að gera þetta. Nína Leósdóttir þýddi og stjórn Kyrrðarbænarsamtakanna valdi nokkrar íslenskar bænir sem voru settar inn.
Appið kemur sér vel við að taka tímann en hægt er að velja hljóð, t.d. söngskál, sem ómar í upphaf hugleiðslunnar og í lok hennar. Þá er hægt að velja sér bæn, ritningarvers eða tilvitnun til þess að lesa bæði fyrir og eftir stundina.
Einhverjir hafa lent í vandræðum með að fá appið á íslensku en þá er yfirleitt nóg að uppfæra eða stilla appið á íslensku í stillingum í símanum. Ef það gengur ekki má hafa samband við Kyrrðarbænarsamtökin og við getum komið skilaboðunum áfram. kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is.
Við vonum að þið halið appinu niður og að það styðji við iðkunina ykkar 
