Wojciech Drążek mun halda fyrirlestur í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 17:00.
Yfirskrift fyrirlestursins er: Hvernig getur hugleiðsluhefð kristinnar trúar mætt þörfum nútímafólks á trúargöngu þeirra og orðið mannkyninu til góðs?
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Wojciech Drążek er kaþólskur prestur og trúboði og meðlimur trúarsamfélagsins „Missionaries of Mariannhill“. Hann vígðist til prestsþjónustu í Póllandi árið 1990. Frá 2001 til 2009 starfaði hann sem trúboði í Papua New Guinea. Frá árinu 2013 hefur hann leitt Contemplative Outreach (Kyrrðarbænasamtökin) í Póllandi þar sem hlutverk hans hefur verið að kynna og kenna Kyrrðarbæn og annað tengt hugleiðsluhefð kristinnar trúar og leiða kyrrðardaga. Þetta er í þriðja sinn sem Wojciech kemur til Íslands á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi meðal annars í þeim tilgangi að leiða Kyrrðardaga á Löngumýri.
Þann 8. maí mun Wojciech Drążek bjóða upp á einstaklingsviðtöl í andlegri fylgd (Spiritual Direction). Hægt er að skrá sig í viðtal hjá honum að fyrirlestri loknum þann 1. maí.
Aðgangur er ókeypis á fyrirlesturinn.
Verið öll hjartanlega velkomin.