Á fyrstu Kyrrðarbænastundinni eftir páska bjóðum við upp á iðkun kyrrðarbænar, djúpslökun og létta máltíð á eftir. Bergþóra Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, leiðir djúpslökunina 🌞
Þau sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig með því að senda póst á netfangið: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is 🌞
Dýnur og teppi verða á staðnum en gott er að koma í hlýjum sokkum og þægilegum fötum. Það má gjarnan koma með sínar eigin dýnur og teppi ef fólk vill. Gólfið getur verið kalt og þá ert gott að hafa eitt teppi yfir dýnunni og annað ofan á sér🌞
Verið velkomin í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 🌞
Kyrrðarbænastundirnar eru samstarfsverkefni á milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Umsjón með stundunum hafa Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir 🌞