Herra Karls Sigurbjörnssonar minnst.

Árið 2020 leituðu Kyrrðarbænasamtökin til Karls Sigurbjörnssonar með beiðni um hvort hann vildi þýða bók Thomasar Keatings Invitation to Love. Karl tók vel í það og ári síðar kom bókin út hjá Skálholtsútgáfunni en á íslensku hlaut hún nafnið Leiðin heim.

Við minnumst Karls með hlýju fyrir þá alúð sem hann setti í verkið og hversu viljugur hann var og hversu góðfúslega hann veitti okkur aðstoð í þau skipti sem við leituðum til hans.

Karl hefur nú fundið leiðina heim til skapara síns, frelsara og huggara. Guð blessi minningu hans og styrki aðstandendur í sorginni.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi.