Kyrrðardagar á vegum Kyrrðarbænasamtakanna
Sólheimum í Grímsnesi
í húsinu Bergheimum
22. – 25. febrúar 2024
Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio Divina (Biblíuleg íhugun) í forgrunni. Gert er ráð fyrir að þátttakendur þekki til Kyrrðarbænarinnar og iðkun hennar (hér má kynna sér Kyrrðarbænina: https://www.kyrrdarbaen.is/kristin-ihugun/kyrrdarbaen/ ).
Helgin fer að mestu leyti fram í þögn. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Boðið er upp á andlega fylgd fyrir þau sem það kjósa. Andleg fylgd fer fram í viðtölum þar sem lífið skoðað í ljósi trúarinnar.
Í Bergheimum er öll aðstaða til fyrirmyndar. Gómsætur grænmetismatur verður framreiddur sem nærir líkamann og styður við þá innri vinnu sem gjarnan fer af stað í kyrrðinni.
Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.
Verð er 74.000 kr. og gert er ráð fyrir einum einstakling í herbergi nema fólk óski þess að vera saman í herbergi. Reikningur verður sendur inn á heimabanka þátttakenda. Ef forföll verða innan viku frá því að kyrrðardagarnir hefjast er gert ráð fyrir óendurkræfu skráningargjaldi sem eru 15.000 kr.
Vinsamlegast hafið samband ef einhverjir óska eftir að vera saman í herbergi.
Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719.
Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Nokkur orð um Arndísi og Bylgju Dís:
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hefur síðastliðin 10 ár starfað sem prestur Kvennakirkjunnar og hjá Lágafellssókn í Mosfellsbæ. Hún hefur mikinn áhuga á hugleiðsluhefð kristinnar trúar og hefur stundað Kyrrðarbæn um áraraðir ásamt því að leiða bæði hópa og Kyrrðardaga á vegum Kyrrðarbænasamtakanna  á Íslandi. Haustið 2023 hóf Arndís nám í Andlegri fylgd (e. Spiritual Direciton) hjá samtökunum Leadership Transformation INC , sjá nánar hér: https://www.leadershiptransformations.org
Bylgja Dís Gunnarsdóttir er í tveggja ára námi í andlegri fylgd hjá Leadership Transformations Inc. Á undanförnum árum hefur hugleiðsluhefð kristinnar trúar staðið hjarta hennar nær og úr þeirri hefð iðkar hún Kyrrðarbæn, Lectio Divina og Fagnaðarbæn. Bylgja Dís hefur áunnið sér kennsluréttindi í þessum bænaaðferðum frá Contemplative Outreach Ltd og heldur námskeið reglulega. Bylgja Dís er höfundur Kyrrðarlykla sem Skálholtsútgáfan gaf út 2023 en þar er áhersla á bænaaðferðir sem má rekja til hugleiðsluhefðarinnar. Bylgja Dís er formaður Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi og leiðir Kyrrðarbænahópa og Kyrrðardaga á vegum samtakanna. Bylgja Dís starfar sem æskulýðs- og upplýsingafulltrúi í Hafnarfjarðarkirkju.