KYRRÐARDAGUR Í HAFNARFJARÐARKIRKJU 🫶
Laugardaginn 11. nóvember kl. 09-15.
Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð.
Boðið verður upp á Kyrrðarbæn, íhugun, léttar jógaæfingar og djúpslökun. Dagurinn mun að mestu leyti fara fram í þögn og þar með borðhald í hádeginu. Dýnur og teppi verða á staðnum.
Umsjón með Kyrrðardögum í Hafnarfjarðarkirkju hafa sr. Aldís Rut Gísladóttir, Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Aldís Rut er menntaður yoga kennari og hefur kennt djúpslökun og yoga með trúarlegu ívafi. Bergþóra er sjúkraþjálfari, hún er með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og er ein þeirra sem hefur staðið fyrir Kyrrðardögum kvenna undanfarin ár. Bylgja Dís er með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn og er í námi í Andlegri fylgd.
Verð: 5.000 kr. Skráning: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is
Þegar þið hafið skráð ykkur þá fáið þið sendar upplýsingar um hvernig sé best að greiða.
Nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is eða í síma 661 7719.