Fagnaðarbænanámskeið

Velkomin, velkomin, velkomin!

Námskeið í Fagnaðarbæn verður haldið í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldin 16. ágúst og 23. ágúst 2023 kl. 18:00-21:30 á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi.

Verð: 12.000 kr. (10.000 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur) innifalið í verðinu er kvöldmatur bæði kvöldin.

Skráning: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=15

Nánari upplýsingar: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719 (Bylgja Dís).

Forkröfur: Mikilvægt er að þátttakendur mæti á bæði kvöldin. Þar sem Fagnaðarbæn er notuð í tengslum við Kyrrðarbæn er gert ráð fyrir því að þátttakendur þekki og iðki Kyrrðarbæn. Takmarkaður fjöldi þátttakanda.

Í Fagnaðarbæn samþykkjum við nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi. Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur við að losa um þær tilfinningar sem styðja „falska sjálfið“ og lækna þannig þau sár sem við höfum hlotið á lífsleiðinni. Þetta er gert með því að takast á við þær þar sem þær eru geymdar, þ.e.a.s. í líkamanum. Með þessu móti styður Fagnaðarbænin við umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni.

Á námskeiðinu verður aðferðin kennd og iðkuð.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru hjónin Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon. Bylgja Dís starfar sem æskulýðs- og upplýsingarfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju og er auk þess nemandi í ritlist við Háskóla Íslands og í andlegri leiðsögn hjá Leadership Transformations Inc. Henning Emil starfar sem prestur í Lágafellsprestakalli en hann er einnig kennaramenntaður og starfaði sem kennari um árabil. Bylgja Dís og Henning Emil hafa á undanförnum árum kynnt sér hugleiðsluhefð kristinnar trúar og iðka úr þeim ranni Kyrrðarbæn, Lectio Divina og Fagnaðarbæn og eru með kennsluréttindi í þessum bænaaðferðum frá Contemplative Outreach Ltd.

 

Með því að fagna augnablikinu og sleppa jafnframt takinu á sjálfum okkur, tökum við líðandi stund með opnum trúarörmum og getum umvafið allt sem í okkur og umheiminum er, af djúpum kærleika.

Mary Mrozowski

Fagnaðarbænin er öflug leið til að vera í núinu, án skilyrða og gefast um leið Guði á þann hátt sem við gerum í Kyrrðarbæn.

Rev. Dr. Cynthia Bourgeault