Námskeið um fyrirgefningu á Bergheimum, Sólheimum í Grímsnesi 23. – 26. febrúar 2023.
Meðfram námskeiði um fyrirgefningu er iðkun Kyrrðarbænar þungamiðja helgarinnar. Kyrrðin fær sitt vægi en hluti dagskrárinnar fer fram í þögn. Á námskeiði um fyrirgefningu er farið yfir:
· Ferli fyrirgefningar.
· Hvað fyrirgefning felur í sér og hvað ekki.
· Praktíska punkta og leiðir sem reynast vel á vegferð fyrirgefningar.
· Aðferð fyrirgefningarbænar sem er bæði kennd og iðkuð.
Dagskráin skapar rými fyrir kyrrð og næði til að líta inn á við sem umhverfið styður fullkomlega við. Gómsætur grænmetismatur verður framreiddur sem nærir líkamann og styður við þá innri vinnu sem gjarnan fer af stað í kyrðinni. Boðið verður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þau sem það kjósa.
Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.
Verð fyrir einn í herbergi með fullu fæði kr. 68.000. Ef forföll verða innan viku frá því að námskeiðið hefst er gert ráð fyrir óendurkræfu skráningargjaldi sem er 15.000 kr.
Boðið er upp á einstaklingherbergi með sér baðherbergisaðstöðu. Einnig er hægt að deila herbergi með öðrum, ef þess er óskað er best að taka það fram við skráningu.
Leiðbeinendur eru: Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Sr. Elínborg Gísladóttir
Skráning: Smellið hér til að hefja skráningu: https://kyrrdarbaen.skramur.is/input.php?id=10
Ef spurningar vakna vinsamlegast hafið samband: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða hringið í síma 661 7719