Á sumarsólstöðum þann 21. júní verða Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi með íhugunargöngu um Hvaleyrarvatn (rétt fyrir utan Hafnarfjörð) undir yfirskriftinni Náttúru divina.
Við hittumst við Hvaleyrarvatn kl. 20 og göngum í þögn í nágrenni vatnsins og íhugum náttúruna að hætti Lectio divina. Á völdum stöðum verður staldrað við og lesnir textar. Í lok göngunnar spjöllum við saman. Íhugunin er afar einföld og hver og einn íhugar á eigin forsendum.
Gott er að koma klædd eftir veðri og með vatnsbrúsa.
Nánari upplýsingar: kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719 – Bylgja Dís Gunnarsdóttir.