Í gær, sunnudaginn 27. mars 2022, útskrifuðust átta einstaklingar með kennsluréttindi í Kyrrðarbæn. Námskeiðið fór fram tvær helgar í mars ásamt heimavinnu og nokkrum fundum á Zoom. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Erla Björg Káradóttir sáu um námskeiðið.

Það er mikill fengur fyrir Kyrrðarbænasamtökin að fá þetta hæfileikaríka fólk í hóp þeirra sem hafa kennsluréttindi í Kyrrðarbæn.

Einn hluti námsins er að halda námskeið um Kyrrðarbæn opinberlega og þau munu gera það á næstu mánuðum.

Innilega til hamingju öll!