Kyrrðardagar í Skálholti 20. – 23. janúar 2022

Kyrrðardagar í Skálholti veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi standa fyrir þessum dögum og því er iðkun Kyrrðarbænar og Lectio divina í forgrunni. Helgin fer að mestu leyti fram í þögn fyrir utan þá fræðslu sem boðið er upp á. Þögnin gerir fólki kleift að skoða hvað bærist innra með þeim og að hlúa vel að sjálfu sér. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl fyrir þá sem það kjósa.

Um er að ræða langa helgi sem hefst á fimmtudegi kl. 18 og lýkur kl. 14 á sunnudegi.

Verð fyrir einn í herbergi með fullu fæði ásamt námskeiði kr. 75.800. Verð fyrir tvo í herbergi með fullu fæði fyrir tvo ásamt námskeiði kr. 105.600. Hægt er að sækja um styrk í sumum starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga.

 Skráningargjald, kr. 10.000, þarf að greiða þremur vikum áður en kyrrðardagar hefjast. Kyrrðarbænasamtökin senda greiðsluseðil í heimabanka þátttakanda. Skráningargjaldið gengur upp í námskeiðsgjaldið en er óendurkræft ef hætt er við. Ef það er fullt á námskeiðið er hægt að skrá sig á biðlista.

Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Skráning: Smellið á þessa línu til að hefja skráningu. 

Ef spurningar vinsamlegast sendið fyrirspurnir á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is eða í síma 661 7719.