Kyrrðarbænastundir verða á hverjum miðvikudegi í vetur í Vídalínskirkju kl. 17.30.
Hugleiðslubænin Kyrrðarbæn (Centering Prayer) er iðkuð ásamt öðrum bæna- og íhugunaraðferðum.
Við mætum til að njóta friðar, kyrrðar og hvíldar frá áreytum daglegs lífs.
Henning Emil Magnússon leiðir stundirnar ásamt öðrum.
Verum öll hjartanlega velkomin ❤