Alþjóðleg ráðstefna Contemplative Outreach (Kyrrðarbænasamtakanna).

Alheimsfaðmlag: Opnum faðminn, færumst nær.

16.-17. september 2021 á Zoom.

Ráðstefnan fer fram bæði í Denver Colorado og á Zoom. Ekkert ráðstefnugjald verður að þessu sinni.

 

Verið öll hjartanlega velkomin að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Contemplative Outreach. Undanfarin ár hafa Íslendingar farið til Bandaríkjanna til að taka þátt í ráðstefnunni og færst nær þeim sem ástunda Kyrrðarbæn um allan heim. Í ár gefst okkur líklega ekki tækifæri til að fara út til Denver en getum engu að síður tekið þátt í ráðstefnunni í gegnum Zoom.

Rástefnan býður upp á:

  • Iðkun Kyrrðarbænar – Sjö bænastundir
  • Samveru – Umræður í stærri og minni hópum
  • Samræður – Hvernig er Kyrrðarbænasamfélagið að stækka og hvernig hefur það áhrif á vitundarvakningu jarðarbúa?
  • Samvinnu – Hlustum í bæn og opnum faðm okkar gangvart því sem innra með okkur býr, gagnvart Kyrrðarbænasamfélaginu og út fyrir það einnig.
  • Komum saman, fögnum og þökkum þær gjafir sem bænin og samfélagið færir okkur.

Ráðstefnan hefst kl. 16 á fimmtudaginn 16. september og lýkur kl. 11 sunnudaginn 19. september.

Hægt er að skrá sig til þátttöku hér:

https://www.contemplativeoutreach.org/the-global-embrace-event-zoom-sign-up-form/?mc_cid=e1c755db1f&mc_eid=eb627d5037

Þátttakendur fá hlekk sendan í tölvupósti áður en ráðstefnan hefst. Ef spurningar vakna má hafa samband við Donnu með þessu tölvupóstfangi: office@coutreach.org