Þann 6. mars er alþjóðlegur bænadagur hjá Kyrrðarbænasamtökunum (Contemplative Outreach) til heiðurs Thomas Keating sem hefði átt afmæli 7. mars.
Kyrrðarbænahópar um víða veröld sjá um bænastundir hver á sínu tungumáli. Við á Íslandi tökum einnig þátt og verðum með bænastundir á íslensku kl. 9 og kl. 17.
Hlekkurinn á allar bænastundirnar er hér: Opna kapellu.
Verið velkomin hvernær sem er dagsins og næturinnar.
Sjá nánari dagskrá hér.