Kyrrðarbænahópur Vídalínskirkju hefur nú fjórða starfsár sitt.
Kyrrðin og þögnin fá sitt rými í íhugunar- og bænaþeli. Stundirnar eru hugsaðar sem griðastaður frá áreitum og amstri hversdagsins.
Kyrrðarbæn fer fram í þögn og hver og einn iðkar á sínum forsendum.
„Þögnin er fyrsta tungumál Guðs, annað er léleg þýðing. Til að geta heyrt það tungumál þurfum við að læra að vera kyrr og hvíla í Guði.“ (Thomas Keating).
Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir stundirnar sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ á miðvikudögum frá kl. 17.30 – 18.30.
Verum öll hjartanlega velkomin.