Íhugunarkapellan sem fer fram í gegnum Zoom hefur sína sjöundu viku nú 11. maí. Stór hópur fólks hefur hittst í kapellunni á hverjum virkum degi kl. 17.30 – 18.15 til að iðka kyrrðarbæn, Biblíulega íhugun, leiddar hugleiðslur og ýmislegt fleirra. Samfélagið hefur verið virkilega gefandi.

Fólk þarf ekkert að kunna fyrir sér til að mæta því að aðferðirnar lærast smám saman. Allir eru velkomnir.

Hér er hlekkurinn fyrir kapelluna fyrir vikuna 11. – 15. maí og þar fyrir neðan leiðbeiningar.

https://us02web.zoom.us/j/81543818628?pwd=ZDM3KzJlWVlVWHEydVFCbzBCUUpwQT09

Meeting ID: 815 4381 8628
Password: 773399

Í Íhugunarkapellunni sameinumst við í kyrrð og kærleika í Kyrrðarbæn (Centering Prayer), íhugun og bæn í gegnum tölvurnar.
Verum öll hjartanlega velkomin.

Leiðbeiningar til að tengjast Íhugunarkapellunni:

1. Settu þessa slóð í vefvafrann (browser) eða smelltu á hann:
https://us02web.zoom.us/j/81543818628?pwd=ZDM3KzJlWVlVWHEydVFCbzBCUUpwQT09

Meeting ID: 815 4381 8628
Password: 773399
2. E.t.v. kemur felligluggi úr vafranum og þá er ýtt á Open Zoom Meetings.
3. Ef valmöguleikinn um á að vera í mynd (video) og með hljóð (audio) skaltu endilega velja það. (Þegar tengsl hafa myndast er hægt að setja bendilinn yfir myndina af sér og setja á mute eða unmute sem er valið eftir því hvort heyrast á í ykkur eða ekki).
4. Þegar þú hefur gert þetta birtast á skjánum hjá þér þeir sem mættir eru í kapelluna.
5. Leiðbeinendur, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon verða mætt 30 mínútum fyrr og ef illa gengur má hringja í þau til að fá aðstoð: 661 7719 / 663 6606.
6. Það er hægt að tengjast í gegnum snjallsíma (þá þarf app) en betra að hafa stærri skjái eins og í far- eða borðtölvum. Aðeins þeir sem logga sig inn geta séð og heyrt það sem fram fer.
7. Chrome – vafri styður vel við hljóðið. Stundum þarf að fara í stillingar og setja hljóðið á.