Nú er ný heimasíða Kyrrðarbænasamtakanna komin í loftið. Hún er fögur á að líta og stútfull af fróðleik.

Ásamt fréttum úr starfi samtakanna má þar finna greinar, myndbönd, bæklinga og hljóðskrár um Kyrrðarbænina og aðrar bænaaðferðir sem tengdar eru hinum kristna íhugunararfi. Bænaaðferðir sem hafa reynst mörgum öflug verkfæri á sinni andlegu göngu.

Einnig má finna upplýsingar um námskeiðin okkar í Kyrrðarbæn, Lectio Divina, Fagnaðarbæn, Fyrirgefningarbæn o.s.frv.

Í stuttu máli má segja að eitthvað spennandi búi undir hverjum flipa t.a.m. bókalisti, lög samtakanna, upplýsingar um bænahópa, íhugunarguðþjónustur, íhugunarkapelluna á Zoom, kyrrðardaga  svo eitthvað sé nefnt.

Það var Guðmundur Karl Einarsson sem vann góða vinnu fyrir okkur við síðuna, Anna María Írisardóttir tók myndir fyrir okkur og landslagsmyndirnar eru frá Jóni Óskari Haukssyni. Við hjá Kyrrðarbænasamtökunum kunnum þeim bestu þakkir fyrir og hvetjum alla til að heimsækja síðuna kyrrdarbaen.is.