Námskeið í Kyrrðarbæn verður haldið 16. og 18. maí í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom.

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem snýst um að dvelja í nærveru Guðs og samþykkja verkan heilags anda hið innra. Námskeiðið er byggt á bókinni Vakandi hugur, vökult hjarta eftir Thomas Keating. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Guðrún Fríður Heiðarsdóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Hjalti Jón Sverrisson.

Allt námskeiði fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom. Fyrsti hlutinn á laugardeginum 16. maí frá kl. 9.30 – 12.00. Annar hluti á mánudeginum 18. maí kl. 17.30 – 18.15 og þriðji hluti þann sama dag frá kl. 19.30 – 21.00.

Námskeiðsgjald er 2000 kr. og greiðist inn á reikning Kyrrðarbænasamtakanna: 0114-26-1513 kt. 450613-1500. Innifalið er námskeiðið, námsgögn sem verða send í tölvupósti og hlekkur á Zoomfundina.

Skráning fer fram á kyrrdarbaen@kyrrdarbaen.is og þaðan fá þátttakendur hlekkinn sendan ásamt námsgögnum. Einnig má hafa samband í gegnum síma: 661 7719.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi
Námskeið um Kyrrðarbæn á Zoom 16. og 18. maí 2020

Dagskrá laugardag 16. maí
09:30 Mæting
09:40 Kynning og inngangur – Bylgja Dís Gunnarsdóttir
10:00 Bæn er samfélag við Guð – Guðrún Fríður Heiðarsdóttir
10.25 Hlé
10:30 Aðferð Kyrrðarbænarinnar – Henning Emil Magnússon
10:55 Spurningar og svör
11:15 Hlé
11:20 Kyrrðarbæn í 20 mín. – Hjalti Jón Sverrisson / Erla Björg Káradóttir
11:50 Kynning á mánudeginum – Bylgja Dís Gunnarsdóttir
12:00 Dagskrárlok

Dagskrá mánudag 18. maí
17:30 Íhugunarkapellan – Guðrún Fríður leiðir Kyrrðarbæn og Henning Emil Lectio Divina
18:15 Íhugunarkapellu lýkur (einnig hægt að fara kl. 18:00)
19.30 Mæting
19:40 Hugsanir og notkun bænarorðsins – Hjalti Jón Sverrisson
20:05 Hlé
20:10 Að dýpka samfélagið við Guð – Erla Björg Káradóttir
20:35 Spurningar og svör
20:55 Dagskrárlok