Hér er hægt að sjá söguna á ensku

Þegar  21 ár var liðið frá upphafi Contemplative Outreach  var  Thomas Keating spurður að því hvað það væri á þessum árum sem hefði haft mótandi áhrif á hann, eitthvað sem hefði breytt einhverju í lífi hans. Hann svaraði:

Það eru margir atburðir eða aðstæður á þessum tíma sem höfðu veruleg áhrif á líf mitt. Ég ætla að segja ykkur frá einu sérstaklega minnisverðu.

Kannski hafa sum ykkar heyrt þetta áður. Merking sögunnar sem ég ætla að segja ykkur kemur í síðustu línunum svo þið verðið að vera þolinmóð!

Á fyrsta hugleiðslu námskeiðinu í Lama í ágúst 1983 voru máltíðirnar undirbúnar í sameiginlegu eldhúsi samfélagsins og fluttar 500 metra niður þröngan stíg. Maturinn var borinn fram á gólfinu vegna þess að í hugleiðslurýminu voru engir stólar eða borð. Pat Johnson og maðurinn hennar Bob voru meðlimir í  Lama samfélaginu. Pat eldaði og bar fram allar máltíðir.

( Lama  er samfélag fólks sem lifir mjög andlegu lífi og er  staðsett 30 mílur suður af Colorado)

Pat og Bob Johnson áttu dóttur sem hét Sara, en hún var mjög fötluð. Hún hafði dottið úr barnaburðarpoka þegar hún var 11 mánaða gömul og skaddast alvarlega á höfði. Hún þurfti umönnun 24 tíma á sólarhring. Hún var algjörlega ósjálfbjarga.

Pat varð mjög hrifin af íhugunarnámskeiðinu. Hún og Bob fluttu til Snowmass eftir annað námskeiðið í Lama.  Um leið margfölduðust íhugunarnámskeiðin í Snowmass.

Pat hafði Söru ávallt með sér  bar hana í gamla einbýlishúsið á jörð klaustursins  og setti hana niður á sófa í dagstofunni, meðan hún útbjó hádegismatinn. Þegar við fluttum í nýtt hús með íhugunina 1996, lagði hún Söru á eitt af eldhúsborðunum og setti  teppi ofan á hana.

Sara virtist ekki gera neinar kröfur eða hafa neinar óskir. Hún tók vel á móti öllum sem sýndu henni athygli.  Þó hún segði aldrei orð allt sitt líf,  slapp út annað slagið,  mikill hlátur eða réttara sagt, mikið hljóð af  himinlifandi gleði. Enginn skyldi hvað henni fannst svona svakalega fyndið. Kannski vorum það við!

Bob og Pat reyndu allt sem þau gátu á fyrstu árunum eftir slysið, til að kenna henni að ganga eða a.m.k. að skríða. Á  þessum tíma fóru þau með hana ótal ferðir á meðferðastofnanir. En ekkert gekk. Það varð að bera hana um allt og gera allt fyrir hana. Tímar liðu og útlimir hennar urðu óvirkir. Hún gat aðeins fært þá eilítið til en ekki til neins gagns.

Áhrif Söru á fólk á námskeiðunum voru heillandi. Sumir sátu hjá henni einn til tvo tíma, bara til að skiptast á –einhverskonar flóknum samskiptum. Hún mundi eftir mörgum aðdáendum sínum og sýndi þeim, sérstaka athygli þegar þeir komu aftur.  Smám saman varð hún eins og hluti af starfsliðinu án þess að gera í raun nokkuð til þess. Hún bara var þarna. Mörgum þátttakendum datt í hug að hún væri lifandi dæmi um hvað íhugun snerist. -Bara það að vera til-. Framlag hennar hafði ekkert með aðgerðir eða árangur að gera; líf hennar var bara einlægur fögnuður yfir lífinu.  Þetta var satt þó að hún fengi aðeins brot af lífinu á móts við það sem aðrir fá. Það var samt líf, hennar líf og dásamlegt í einfaldleika sínum.

Lungu hennar urðu sífellt veikari og vegna lömunar  útlima hennar og efri hluta líkamans þá átti hún í erfiðleikum með að anda. Í 8.000 feta hæð er svolítið erfitt að anda fyrir hvern sem er. Þannig að eftir því sem árin liðu varð hún að fá meira og meira súrefni. Ef hún hefði ekki notið þeirrar umönnunar sem hún hafði, vegna skilyrðislausrar ástar foreldra sinna, hefði hún sennilega dáið eins og nokkrir sjúkraþjálfarar og læknar sögðu. Þeir hefðu gjarnan viljað hjálpa henni en það var of seint. Hún varð 34 ára gömul.

Sara var næstum alltaf kát. Hún varð alvarleg ef henni varð kalt, þurfti að láta hreyfa sig eða vantaði eitthvað. Hún gat ekki borðað sjálf. Þegar hún var mötuð hætti henni við að slefa og það varð að miða mötunina við andardráttinn. Öndun varð aðalatriðið.

Eins og ég sagði þá varð hún ímynd þess sem íhugunin snérist um. Allir gátu litið á Söru og glaðlega framkomu hennar og fengu þá hugmynd að námskeiðið snerist um það að vera. Bara að vera í návist Guðs.

Síðasta árið sem hún lifði, átti hún stöðugt erfiðara með að anda. Hún varð stöðugt að vera með súrefni. Það voru farnar margar ferðir á Glenwood sjúkrahúsið og í hver sinn vorum við ekki viss um að hún þyldi annað kast.

Að lokum átti hún í erfiðleikum með að anda nema með þeim tækjum sem sjúkrahúsin búa yfir. Pat og Bob fóru með hana síðustu ferðina til Valley View á sjúkrahúsið í Glenwood Springs og tóku að undirbúa sálu sína fyrir það að hún myndi kveðja fljótlega. Þau gerðu sér grein fyri því að þau voru mjög tengd henni og vissu að aðskilnaðurinn yrði erfiður.

Á leiðinni á sjúkrahúsið byrjaði hún að fá andköf. Reyndi að ná lofti aftur og aftur þar til hún hætti að anda. Þá voru þau komin á sjúkrahúsið.

Bob vildi ekki láta smyrja hana. Svo hann tók hana upp og dreif sig með hana út af spítalanum með þann ásetning að grafa hana í Lama. Þau fóru með hana heim og lögðu hana á rúmið. Aðstoðarmaður minn, Bonnie Shimizu sem kom við til að votta henni virðingu sína, sá að Sara hafði fallegt bros á andlitinu.

Daginn eftir fóru hinir syrgjandi foreldrar með hana til Lama. Um þetta leiti varð einhver mesti snjóbylur ársins í Lama og fólk velti því fyrir sér hvernig þau gætu jarðað hana Söru. Bærinn Lama hafði sinn eiginnkirkjugarð fyrir látna samfélagsþegna sína en stundum var gefið leyfi til að jarða aðra í honum.

Pat og Bob náðu til Lama og komust upp hæðina áður en stormurinn varð mjög mikill.  Það vildi þannig til að einn af virðulegri í kennurum í Lama hafði verið fluttur á spítala nokkrum vikum fyrir dauða Söru. Hún var á níræðisaldri og ekki var búist við að hún næði sér. Svo það hafði verið tekin gröf handa henni í kirkjugarðinum.  Degi áður en Sara dó tók konan að hjarna við. Þegar Pat og Bob komu var gröfin aðeins dagsgömul og það var ekki einu sinni snjór í henni. Vinur þeirra bar Söru í kirkjugarðinn og Sara var grafin í gröfinni sem kennarinn þurfti ekki lengur á að halda.

Nokkrum vikum seinna var haldin minningarathöfn í kapellu klaustursins. Bob samþykkti að segja nokkur orð. Pat baðst undan því að tala. Bob sagði frá því að nokkrum dögum eftir andlát Söru hafi hann verið svo yfirkomin af sorg að hann þoldi varla við. Hann gat ekki ímyndað sér hvernig hann ætti að fylla það gríðarlega tóm sem Sara hafði skilið eftir sig. Síðan bætti hann léttur við. „ Einn morguninn meðan ég var að hugleiða heyrði ég rödd konu sem ég kannaðist ekkert við en hún sagði við mig „ Pabbi, það er bara einn andardráttur í einu ……“  ég var yfirkomin þegar ég heyrði þessi orð og upplifði háleita visku þeirra. Fyrir Söru var það ætíð einn andardráttur í einu til að halda lífi. Hún var að hafa samband við frávita föður sinn á grunni sinnar eigin reynslu, hann kæmist í gegnum sorgina með því að taka bara einn andardrátt í einu.

Sara sem lá á eldhúsborðinu á námskeiðunum lærði visku sem við hin erum mun lengur að uppgötva.

Eftir að hafa lifað við vanmátt í 34 ár náði hún fullum þroska og gaf foreldrum sínum allan sinn vísdóm í einni setningu. Þökk sé óskilyrtri og óþreytandi ást þeirra á henni.

Fyrir mig var Sara táknmynd þeirra óþrjótandi möguleika sem ástundun Kyrrðarbænar veitir.  Við getum ekki ímyndað okkur hvað það að sitja tvisvar á dag í nærveru Guðs gefur okkur. Það breytir okkur í Guðdómlega Ást hverjum/hverjum á sinn hátt. Sara stendur upp úr eins og aðalpersóna/ útvalin sem Guð hefur hefur gefið Contemplative Outreach samfélaginu til að auka visku okkar og samband við Guð og þjónustu við allt mannkyn.

Því allt sem þarf er einn andardráttur í einu. Var það harmleikur að hún skyldi falla úr pokanum?  Auðvitað, en með lífi sínu gaf hún öðrum ást og  visku.