Digraneskirkja í Kópavogi

Laugardaginn 16. febrúar verður fræðslumorgun í Digraneskirkju, Digranesvegi 82 200 Kópavogi frá kl. 10 – 13. Í upphafi verður tvöföld iðkun með gönguíhugun á milli inn í kirkjunni. Súpa og samfélag verður á eftir sem kostar 1000 kr.

Horft verður á myndband með Thomas Keating um sálfræðimeðferð Guðs og umræður á eftir. Þetta efni Keatings er gagnleg og mikilvæg þekking fyrir alla sem eru farnir af stað í Kyrrðarbæn. Iðkendur Kyrrðarbænarinnar eru allir hjartanleg velkominir. Vinsamlegast látið vita fyrir hádegi á föstudag um mætingu vegna matarinnkaupa á netfangið barafrid@gmail.com.

Kær kveðja, sr Bára og Ingunn, umsjónarmenn Kyrrðarbænarhópsins í Digraneskirkju.