Fyrir tæpum fjórum árum kynntist ég Kyrrðarbæninni. Mér leið svo vel alltaf á eftir og stundaði hana vikulega nokkuð óreglulega en mætti eftir bestu getu. Ég hóf svo að stunda hana daglega fyrir u.þ.b. níu mánuðum. Fljótlega eftir það fór ég taka eftir breytingum á lífi mínu. Mér fannst ég öruggari og það sem ég tók mér fyrir hendur auðveldara. Kærleikurinn hefur aukist innra með mér og ég fór að hlusta á það sem aðrir voru að segja með meiri athygli. Einnig fannst mér núvitund mín hafa aukist
þ.e.a.s. hún kemur meira ósjálfrátt. Ég er svo þakklát fyrir Kyrrðarbænina.

Guðrún Fríður Heiðarsdóttir.