Thomas Keating

Thomas Keating er einn af stofnendum Contemplative Outreach Ltd í Bandaríkjunum og einn helsti andlegi leiðtogi hreyfingarinnar sem m.a. hefur teygt anga sína til Íslands. Hann fæddist í New York 7. mars 1923 og er því 95 ára í dag. Thomas hefur gefið út fjölda bóka um kristna íhugun og ein þeirra hefur verið gefin út á íslensku, Vökull hugur, vökullt hjarta. Einnig má finna á Youtube mikið af fyrirlestrum þar sem hann deilir sinni djúpu visku á heillandi og húmorískan hátt. Við hvetjum iðkendur Kyrrðarbænarinnar að iðka honum til heiðurs í dag.

Til hamingju með afmælið Thomas Keating.