Invitation to love

Les- og umræðuhópur einu sinni í mánuði í vetur.

Kyrrðarbænasamtökin stofna til leshóps einu sinni í mánuði í vetur. Fyrirhugað er að hittast í heimahúsi á fimmtudagskvöldum.

Fyrsti hittingur verður 15. febrúar n.k.. á Kristnibraut 22, 2.h. Grafarholti (Sigurbjörg).

Lesin verður bókin eftir Thomas Keating „Invitation to Love, The Way of Christian Contemplation“.

Bókin fæst á staðnum á kr. 2.000,- á meðan birgðir endast. Hún fæst einnig á Amazon. Það er ekki gerð krafa um að vera búin/n að útvega sér bókina fyrir fyrsta hittinginn. Gert er ráð fyrir því að lesnir verði tveir kaflar fyrir hvern lesfund. Skráning fer fram á netfanginu: sigurth@simnet.is eða á facebook þar sem auglýsingin birtist.

Thomas Keating lætur engan ósnortinn með glettni sinni, orðsnilld og fjölfræði. Í bókum hans, sem eru fjölmargar, gefur hann okkur mjög svo áhugaverða nálgun á kristindómnum. Hann nær alla leið að hjartarótum lesandans, heimur sem í senn er gefandi, skemmtilegur og spennandi.

Verið hjartanlega velkomin/n.

Kær kveðja,
Fh Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi
Sigurbjörg