PílagrímarÁ þriðjudagskvöldum í Laugarneskirkju verður í vetur boðið upp á tvíþætta dagskrá með það að markmiði að uppörva, næra og styrkja hinn innri mann.

Boðið verður upp á Kyrrðarbæn frá kl.19:30 – 20:00 í kirkjunni.

Frá kl.20:00 – 21:30 verður í boði hópastarf í safnaðarheimili kirkjunnar. Unnið verður í anda Pílagrímaaðferðarinnar.

Kyrrðarbæn og aðferð Pílagríma eru leiðir sem henta vel þeim sem hafa stundað 12 sporastarf og vilja víkka iðkun sína á 10. og 11. sporinu. Starfið hentar einnig þeim sem ekki hafa reynslu af 12 sporastarfi.

19. og 26. september kl. 19:30 verða haldnir kynningarfundir um starfið í vetur. Allir hjartanlega velkomnir!

Frekari upplýsingar á heimasíðu Laugarneskirkju.