blue-sky-cloudsBoðið verður upp á stutta leiðbeiningu í kristilegri íhugun, kyrrðarbæn, laugardaginn 11. mars kl. 10-12 í Grafarvogskirkju.Umsjón hafa Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur Kyrrðarbænarsamtakanna. Sagt verður frá sögu og bakgrunni þessarar kristilegu íhugunaraðferðar og hún iðkuð tvívegis. Þessi leiðbeining  er opin öllum og mun ekki kosta nokkuð en fólk þarf að skrá sig. Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719. Leiðbeining þessi er sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í kyrrðardögum í borg helgina eftir (sjá síðustu frétt).