5_5_inch_hand_made_singing_bowlÞriðjudaginn 10. janúar næstkomandi verður boðið upp á iðkun í kristilegri íhugun, kyrrðarbæn, í Friðrikskapellu við Hlíðarenda kl.20-22. Auk kristilegrar íhugunar verður einnig boðið upp á gagnræður. Gagnræður er samtalsaðferð sem byggir á að hægja á, hlusta djúpt á sína innri rödd og deila þeirri visku með öðrum. Við gagnræður er notuð bænabjalla líkt og svo gjarnan er gert við iðkun kristilegrar íhugunar.
Umsjónaraðilar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir og Kristín Hákonardóttir.
-Frjáls framlög.