hauskristinb.jpgEinstakt tækifæri í einstöku umhverfi Skálholts, að dvelja langa helgi eða vikutíma í kyrrð og hugleiðslu/íhugun. Um er að ræða kyrrðardaga þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ (Centering prayer) er iðkuð ásamt fræðslu, hreyfingu og útivist.

Einnig býðst frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir líkama, sál og anda.
Dagskráin tekur mið af þeirri sem notuð er af Contemplative Outreach í Bandaríkjunumwww.contemplativeoutreach.org sjá einnig www.kristinihugun.is.

Dagskráin fyrir langa helgi hefst fimmtudagin 4. maí kl. 18:00 og henni lýkur sunnudaginn 7. maí kl. 14:00. Dagskráin fyrir vikudvöl hefst fimmtudaginn 4. maí kl. 18:00 og henni lýkur miðvikudaginn 10. maí kl. 14:00.

Verð fyrir langa helgi er kr. 39.000,-. Verð fyrir vikudvöl er kr. 69.000,-.

Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandidat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.

Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði. Hægt er að lækka verðið um 1.500,- með því að koma með sín eigin rúmföt.

Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.

Skráning í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is.

 Nánari upplýsingar á netfanginu: sigurth@simnet.is eða arndis.linn@lagafellskirkja.is