Egilsstaðakirkja-11Nýr Kyrrðarbænahópur hefur verið myndaður í Egilsstaðakirkju á Egilsstöðum. Það er virkilega ánægjulegt að nú sé formlega boðið upp á kristilega íhugun á Austurlandi og vonandi að sem flestir nýti sér boðið. Nýverið var boðið upp á byrjendanámskeið í kristilegri íhugun á Egilsstöðum og því ættu margir að vera komnir með grunn að íhugunariðkuninni. Bænahópurinn nýstofnaði hittist kl. 17.00  á hverjum miðvikudegi. Umsjón með bænahópnum hefur sr. Þorgeir Arason, thorgeir.arason(hja)kirkjan.is