banner_heimsljos1Dagana 17.-18. september næstkomandi fer fram hin árvissa Heimsljósamessa í Lágafellsskóla í Lækjarhlíð 1, Mosfellsbæ. Á viðburðinum eru ýmsar uppákomur og kynningar fyrir andlega leitendur og iðkendur á íslandi.

Á heimsljósamessunni ætla iðkendur Kyrrðarbænarinnar á Íslandi að vera með bás, kynningu og iðkun á bæninni svo fleiri megi upgötva þann fjársóð sem er að finna í íhugunarhefð kristindómsins.

Miðaverð á heimsljósamessuna er 1000 kr og er dagskrá frá kl. 11-18.30 báða dagana. Frekari upplýsingar má finna hér: Heimsljósamessan 2016