ihugunVantar þig dýpri frið inn í líf þitt? Vantar þig meiri gleði, umburðarlyndi eða einbeitingu?Þá getur kyrrðarbæn (Centering Prayer) hjálpað þér.

Kynning á  kyrrðarbæn verður í safnaðarheimili Sandgerðis laugardaginn 6. febrúar kl 9:00 – 16:00.  Leiðbeinendur eru sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Bára Friðriksdóttir. Hér er á ferð bænaaðferð sem færir manneskjuna til núvitundar, friðar og jafnvægis auk fleiri jákvæðra þátta sem iðkendur kynnast hver og einn. Þetta er kristin íhugun þ.e. hugleiðslubæn. Þessi bæn í þögn er farvegur friðar og blessunar þeim sem hana iðka.

Verð kr. 2.500 innifalið er námskeiðið kaffi og léttur hádegisverður. Skráning er hjá Báru í s. 891 9628 og á barafrid@simnet.is. Verið öll hjartanlega velkomin.