dufa2Námskeið um fyrirgefninguna verður í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholtilaugardaginn 27. febrúar kl. 09:00-17:00

Hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn (Centering Prayer)“ verður iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar.

Mæting laugardaginn 27. febrúar, kl. 09:00. Dagskránni lýkur kl. 17:00.

Umsjón er í höndum sr. Arndísar G. Bernhardsóttur Linn og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats, leiðbeinendum Kyrrðarbænarinnar.

Verð kr. 5.000,-. Innifalið í verðinu er námskeið, hádegisverður, miðdegiskaffi og námskeiðsgögn. Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netf. coiceland@gmail.com eða í síma 861-0361

Bókin Vakandi hugur, vökult hjarta er fyrsta bók Thomasar Keatings sem kemur út á íslensku og í raun fyrsta bókin sem fjallar um Kyrrðarbænina á íslensku. Thomas Keating er einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar, er prestur, fyrrverandi ábóti og rithöfundur og munkur í reglur Benedikts frá Núrsía í Snowmass, Colorado í Bandaríkjunum. Þar hefur hann haft umsjón með kyrrðardögum með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar sem ein aðferð kristinnar íhugunnar.

Keating hefur skrifað fjölda bóka um Kyrrðarbænina og kristna íhugun, þeirra á meðal metsölubókina Open Mind, Open Heart sem á íslensku hefur fengið heitið Vakandi hugur, vökult hjarta.

Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld þar sem Guði er ekkert ómögulegt. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast, …,,því þegar hugur og hjarta er opið fyrir Guði, sem er óendanlegur , verður maður einnig opinn fyrir ótakmörkuðum möguleikum”.