Peter Ball talar á samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, miðvikudagskvöldið 15. október kl. 20:00.

Peter Ball var lengi prestur í Lundúnum, m.a. í háu embætti (Canon Chancellor) við St Pauls-dómkirkjuna, en er nú athafnasamur eftirlaunamaður í Wiltshire (Suðvestur-England). Hann fæst við andlega fylgd (spiritual direction) og hefur skrifað bækur um andlega leiðsagnarhefð ensku kirkjunnar, kirkjulega fullorðinsfræðslu o.fl. Hann þekkir vel til kristinna uppbyggingarhefða og blæbrigða kristins bænalífs og möguleika til að styðja trúarþroska fólks. Þau Angela, kona hans eiga þrjú börn og drjúgan hóp barnabarna.

Peter Ball er hér á landi vegna andlegrar fylgdar í kyrrðardvöl í Skálholti, 18.-22. október.