kyrrðarráðstefnaRáðstefna um kyrrðarstarf í kirkjunni verður haldin 18. október 2014.

Kirkjuþing skipaði s.l. vetur nefnd um kyrrðarstarf í kirkjunni. Hana skipa sr. Guðrún Eggertsdóttir, Katrín Ásgrímsdóttir og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Nefndinni er ætlað að leita leiða til styrkingar og eflingar kyrrðarstarfs en er ekki ætlað neitt stjórnunarhlutverk, hvað snertir þróun kyrrðarstarfsins eða einstakra greina þess, sem margar byggja á grasrótarhreyfingum.

Til þess, fyrst og fremst, að auka innbyrðis kynningu milli ýmissa greina kyrrðarstarfs og bæta yfirsýn á það sem er í boði á þessu sviði, hyggst nefndin beita sér fyrir stuttri ráðstefnu í Neskirkju þann 18. október, kl. 10-15.

Flutt verða stutt innlegg frá fulltrúum ýmissa greina kyrrðarstarfs (kyrrðarbæn, pílagrímagöngur, skóli orðsins o.fl.) auk hópumræðna og samantekta. Fundarstjóri verður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup. Nánari upplýsingar um dagskrá, kostnað og skráningu verða sendar út með haustinu, en endilega takið daginn frá.